Skálmöld - Niflheimur lyrics

Published

0 202 0

Skálmöld - Niflheimur lyrics

Sem vetur konungur í klakahelli út liðast Níðhöggur á Nábítsvelli Hrímþursar fylgja með á svörtu svelli Blikandi norðurljós á Niflheimsþaki þrúgandi þögnin heldur traustataki Já, hér er ekkert nema kyrrð og klaki Þennan stað hýsir þjáningin þursarnir vísast kaldir Heimurinn frýs við himininn Hér sefur ís um aldir Þursarnir væla meðan vindar gnauða Og rokið skilur eftir skika auða Ísinn er sprunginn og hann spúir dauða Sofðu. Sofðu Í lofti þokkafullar þokuslæður Hér er það ísinn sem að ríkjum ræður Hér deyja mennirnir og Múspellsbræður Sofðu. Sofðu Nýr dagur rís Hér sefur ís Niflheimahliðin, þar fordæmdur fer Dagur er risinn en dimmt hvar sem er Dóttir mín litla, hvað gerði ég þér? Þá gýs úr Hvergelmi með ógn og ótta Og þar með leggja allir lífs á flótta Það birtir ekki Nifls- á milli nótta Sofðu. Sofðu Þar svífur vætturin á vængjum þöndum Við erum fönguð þar sem fátæk stöndum Og bundin kyrfilega klakaböndum Sofðu. Sofðu Nýr dagur rís Hér sefur ís Léttir það varð þegar dóttir mín dó Sofðu sem fastast og finndu þér ró Faðmur minn verndar frá kulda og snjó